Halldór Sturluson hefur starfað sem myndlistarmaður og við leikmuna- og leikmyndagerð frá útskrift sinni úr NABA árið 2007. Hann lauk einnig námi við húsgagnasmíði frá Tækniskólanum í Reykjavík árið 2015. Frá árinu 2015 hefur hann starfað við leikmunadeild Þjóðleikhússins, meðhliða því hefur hann fengist við sjálfstæð verkefni sem snúa flest öll að leikmyndahönnun og gerð. Hann hefur starfað með fjölbreyttum hópi listamanna á ólíkum sviðum. Um þessar mundir starfar hann við leikmyndagerð hjá Leikfélagi Reykjavíkur og á smíðaverkstæði LHÍ ásamt því að vinna sjálfstætt að eigin myndlist.
Menntun
2013-2015 Húsgagnasmíði, Tækniskólinn í Reykjavík
2004-2007 Nuova Accademia di Bella Arte (NABA) B.A. Visual Art
2003-2004 Fornám, Myndlistarskóli Reykjavíkur
Leikmunagerð, leikmyndir og fl.
2023 Leikfélag Reykjavíkur, leikmyndadeild.
2022-2023 Listaháskóli Íslands, kennsla og umsjón á verkstæði.
2015-2022 Leikmunadeild Þjóðleikhússins, leikmunagerð, leikmyndagerð og ýmis gervi.
2020 Leikmynd, Stofuhiti með Bergi Ebba Benediktssyni í leikstjórn Magnúsar Leifssonar, þættir teknir upp haustið 2020, sýndir á Stöð 2.
2020 Leikgervi, Konserta í samstarfi við Þjóðleikhúsið, Sýningin Okkar frumsýnt haust 2021.
2020 Leikmynd, tónlistarmyndband í leikstjórn Magnúsar Leifssonar, Birnir ft. Páll Óskar.
2020 Sérstakir leikmunir, Venjulegt Fólk 3. Sería, sýnt í sjónvarpi símans.
2018 Leikmyndahönnuður, Insomnia, Stertabendu í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Sýnt í Kassanum, Þjóðleikhúsinu.
2017 Smíð og hönnun á sviðsmynd, fyrir TM, Döðlur auglýsingastofu.
2016 Málverk í kvikmyndinni Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar.
2015 Irma studio, smíðavinna við hótel og sviðsmyndir.
2014 Uppsetning á Raddir Reykjavíkur (A Screaming Spa) eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson. Sýnt í Kling & Bang á Reykjavík Dance Festival.
Einkasýningar
2023 Gallery Port
2022 Núllið Gallerý
2009 Guerrilla Studio
2008 Gallery Loft
2006 Þjóðmenningarhús Reykjavíkur
Samsýningar
2023 Kollegar, Gallery Port.
2012 Westfjord Art Fest á vegum muses.is
2011 Sanitas, Köllunarklettsvegi á vegum muses.is
2011 Bakkaskemman Menningarnótt á vegum muses.is
2011 Menningarhvellur Ísafirði
2008 Gallerí Verðandi
2008 Get Reykjavík
2006 Stecca, Mílanó, Ítalíu.
2005 Stecca (Who uses the space?), Mílanó, Ítalíu
Areas of Expertise
Halldór Sturluson
Halldór Sturluson
Email
halldorsturluson@gmail.com